Lítil börn í stórum skólum Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 09:30 Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Börn og uppeldi Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar