Burt með rafrettur og munntóbak Lárus Guðmundsson skrifar 5. maí 2022 16:31 Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Rafrettur Áfengi og tóbak Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun