Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. maí 2022 20:46 Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Vísir Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“ Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“
Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39
Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53
Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16