Kærir Landlækni fyrir lygar og telur þær valda útilokun frá störfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:01 Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla segir Landslæknisembættið hafa borið ósannindi á sig í bréfi til velferðarráðuneytis nú heilbrigðisráðuneytis. Hún berst fyrir að fá það leiðrétt en málið hafi m.a. valdið því að hún hafi verið útilokuð frá störfum. Vísir Lyfjafræðingur sem starfaði tímabundið hjá Landlækni hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga til um störf sín. Lyfjafræðingurinn sem benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni Landlæknis var sagður hafa rofið þagnarskyldu embættisins. Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45
Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08