Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 20:25 Líf Magneudóttir er fulltrúi VG í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa. Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa.
Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira