Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 08:54 Dave Chappelle var gagnrýndur harðlega fyrir að segja að kyn væri „staðreynd“ og að transfólk væri of hörundsárt í uppistandsþætti á Netflix í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum. Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum. Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum.
Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48