Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 08:54 Dave Chappelle var gagnrýndur harðlega fyrir að segja að kyn væri „staðreynd“ og að transfólk væri of hörundsárt í uppistandsþætti á Netflix í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum. Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum. Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
Uppákoman átti sér stað þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna. Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sést karlmaðurinn hlaupa á grínistann. #davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90— abazar 🦇🔊 (@abazar) May 4, 2022 Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af atvikinu hvað árásarmanninum gekk til. Árásin er þar sett í samhengi við gagnrýni sem Chappelle sætti vegna þáttar hans á Netflix þar sem hann var sakaður um andúð á transfólki í fyrra. Til mótmæla kom fyrir utan höfuðstöðvar streymisveitunnar Netflix vegna þáttarins. „Þetta var transmaður,“ sagði Chappelle þegar hann kom aftur upp á svið eftir árásina. Vinir Chappelle úr frægðarmennastétt komu honum til aðstoðar í darraðardansinum. Chris Rock, sem var sjálfur sleginn á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir skemmstu, kom upp á sviðið og leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx sömuleiðis. „Þegar þú ert í kröppum dansi kemur Jamie Foxx alltaf á staðinn með skerfarahatt,“ grínaðist Chappelle. Talskona Hollywood-skálarinnar sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu og hún gæti ekki tjáð sig frekar um það af þeim sökum.
Bandaríkin Uppistand Hollywood Tengdar fréttir Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48 Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. 8. október 2021 14:48