Jafnrétti – bara hálfa leið? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. maí 2022 17:01 Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun