Skólar sem efla öll börn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2022 11:01 Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Sjá meira
Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun