Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast? Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. apríl 2022 17:30 Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Orkumál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun