Ein Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 23. apríl 2022 07:32 Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Börn og fjölskyldur Í Reykjavík settum við saman aðgerðaáætlun til vinna gegn því samfélagsmeini sem sárafátækt er. Við horfðum sérstaklega til þess hvernig forða má börnum frá því að alast upp við fátækt. Stærsta aðgerðin var því að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar gjaldfrjálsa leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Áður höfðum við lækkað greiðslur þannig að barnmargar fjölskyldur greiða nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig óháð barnafjölda. Námsgögn eru nú afhent í skólunum og þar geta börn nálgast túrvörur. Á þessu ári er verið að innleiða breytt verklag í þjónustu við börn sem þurfa aukinn stuðning um alla borg, það felur í sér þverfaglegan stuðning sem veittur er hratt og vel í umhverfi barnanna. Fjárframlög til skóla hafa verið hækkuð og eru nú einnig ákvörðuð út frá félagslegri samsetningu hverfis þannig að þar sem áskoranir eru meiri sé til fjármagn til að mæta þeim. Á kjörtímabilinu höfum við styrkt stuðningsþjónustu til barna en þar eru fjölmörg tækifæri til að tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í frístundum, stykja sig og sína hæfileika. Stuðningur þegar þarf Sett var á laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð þar sem þeim býðst húsnæði og stuðningur. Við höfum komið upp sérstöku Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar til virkni og vinnu, á þeirra forsendum. Þar eru fjölmörg námsúrræði og sértæk verkefni fyrir ákveðna hópa fólks. Þannig vinnur borgin með fólki sem þarf aukinn stuðning, styður fólk til að finna styrkleika sýna og nýta þá. Á þessari braut er mikilvægt að halda áfram, valdefla fólk í erfiðum aðstæðum. Þegar atvinnuleysi jókst þá fjölgaði störfum tímabundið hjá Reykjavík því við í Samfylkingunni vitum að vinna er líka velferð. Húsnæðisöryggi Á kjörtímabilinu hækkuðum við tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings umfram tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til sveitarfélaga. Tilgangurinn var að stækka þann hóp tekjulágra sem rétt eiga á þessum stuðningi sem tókst því á síðasta ári fengu 4400 heimili sértækar húsnæðisbætur sem er 1000 heimilum fleiri en 2019. Helmingur þeirra heimila leigja á almennum markaði og hinn helmingurinn hjá Félagsbústöðum en þar hefur íbúðum fjölgað um 607 íbúðir frá janúar 2018 en þær eru nú 3012 eða 5,1% af íbúðum í Reykjavík. Það skiptir máli til að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem eru með lægstu tekjurnar því leiguverð er að jafnaði um 30 % lægra hjá félagsbústöðum en á almennum markaði. Um helmingi færri bíða nú eftir íbúð hjá félagsbústöðum en í upphafi kjörtímabils og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut til að tryggja öllum sem þurfa húsnæði. Heimili fyrir okkur öll Samfylkingin hefur lagt áherslu á að það eru mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnu um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka eigið heimili en um 100 einstaklingar hafa fengið slíkt tækifæri á þessu kjörtímabili. Fyrir tekjulægri hópa höfum við lagt áherslu á að 25% íbúðauppbyggingar í borginni sé leiguhúsnæði rekið án hagnaðarsjónarmiða og það hefur verið að ganga eftir. Þar má nefna Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar sem hefur byggt upp af krafti og mun á næstu tveim árum klára að byggja þær 1000 íbúðir sem samið var um 2016. Uppbygging á húsnæði fyrir fatlað fólk hefur staðist áætlanir en rúmlega 200 fatlaðir einstaklingar hafa fengið úthlutað húsnæði það sem af er þessu kjörtímabili. Verið er að endurskoða uppbyggingaráætlun þar sem fötluðu fólki fjölgar í Reykjavík umfram spár og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e að byggja húsnæði fyrir okkur öll. Minn draumur er að á íslandi þróist velferðarsamfélag sem styður hratt og vel við fólk sem þarf stuðning. Samfélag fólks sem finnur til samkenndar. Til að það takist þarf að halda áfram að vinna að jöfnum tækifærum í Reykjavík og stuðningi fyrir fólk sem þarf á honum að halda. Til þess er mikilvægt að Samfylkingin sé áfram við stjórn í borginni. Tölum ekki um þessa eða hina Reykjavík. Það er bara ein Reykjavík og það er okkar að tryggja að hún sé fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Börn og fjölskyldur Í Reykjavík settum við saman aðgerðaáætlun til vinna gegn því samfélagsmeini sem sárafátækt er. Við horfðum sérstaklega til þess hvernig forða má börnum frá því að alast upp við fátækt. Stærsta aðgerðin var því að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar gjaldfrjálsa leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Áður höfðum við lækkað greiðslur þannig að barnmargar fjölskyldur greiða nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig óháð barnafjölda. Námsgögn eru nú afhent í skólunum og þar geta börn nálgast túrvörur. Á þessu ári er verið að innleiða breytt verklag í þjónustu við börn sem þurfa aukinn stuðning um alla borg, það felur í sér þverfaglegan stuðning sem veittur er hratt og vel í umhverfi barnanna. Fjárframlög til skóla hafa verið hækkuð og eru nú einnig ákvörðuð út frá félagslegri samsetningu hverfis þannig að þar sem áskoranir eru meiri sé til fjármagn til að mæta þeim. Á kjörtímabilinu höfum við styrkt stuðningsþjónustu til barna en þar eru fjölmörg tækifæri til að tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í frístundum, stykja sig og sína hæfileika. Stuðningur þegar þarf Sett var á laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð þar sem þeim býðst húsnæði og stuðningur. Við höfum komið upp sérstöku Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar til virkni og vinnu, á þeirra forsendum. Þar eru fjölmörg námsúrræði og sértæk verkefni fyrir ákveðna hópa fólks. Þannig vinnur borgin með fólki sem þarf aukinn stuðning, styður fólk til að finna styrkleika sýna og nýta þá. Á þessari braut er mikilvægt að halda áfram, valdefla fólk í erfiðum aðstæðum. Þegar atvinnuleysi jókst þá fjölgaði störfum tímabundið hjá Reykjavík því við í Samfylkingunni vitum að vinna er líka velferð. Húsnæðisöryggi Á kjörtímabilinu hækkuðum við tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings umfram tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til sveitarfélaga. Tilgangurinn var að stækka þann hóp tekjulágra sem rétt eiga á þessum stuðningi sem tókst því á síðasta ári fengu 4400 heimili sértækar húsnæðisbætur sem er 1000 heimilum fleiri en 2019. Helmingur þeirra heimila leigja á almennum markaði og hinn helmingurinn hjá Félagsbústöðum en þar hefur íbúðum fjölgað um 607 íbúðir frá janúar 2018 en þær eru nú 3012 eða 5,1% af íbúðum í Reykjavík. Það skiptir máli til að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem eru með lægstu tekjurnar því leiguverð er að jafnaði um 30 % lægra hjá félagsbústöðum en á almennum markaði. Um helmingi færri bíða nú eftir íbúð hjá félagsbústöðum en í upphafi kjörtímabils og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut til að tryggja öllum sem þurfa húsnæði. Heimili fyrir okkur öll Samfylkingin hefur lagt áherslu á að það eru mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnu um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka eigið heimili en um 100 einstaklingar hafa fengið slíkt tækifæri á þessu kjörtímabili. Fyrir tekjulægri hópa höfum við lagt áherslu á að 25% íbúðauppbyggingar í borginni sé leiguhúsnæði rekið án hagnaðarsjónarmiða og það hefur verið að ganga eftir. Þar má nefna Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar sem hefur byggt upp af krafti og mun á næstu tveim árum klára að byggja þær 1000 íbúðir sem samið var um 2016. Uppbygging á húsnæði fyrir fatlað fólk hefur staðist áætlanir en rúmlega 200 fatlaðir einstaklingar hafa fengið úthlutað húsnæði það sem af er þessu kjörtímabili. Verið er að endurskoða uppbyggingaráætlun þar sem fötluðu fólki fjölgar í Reykjavík umfram spár og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e að byggja húsnæði fyrir okkur öll. Minn draumur er að á íslandi þróist velferðarsamfélag sem styður hratt og vel við fólk sem þarf stuðning. Samfélag fólks sem finnur til samkenndar. Til að það takist þarf að halda áfram að vinna að jöfnum tækifærum í Reykjavík og stuðningi fyrir fólk sem þarf á honum að halda. Til þess er mikilvægt að Samfylkingin sé áfram við stjórn í borginni. Tölum ekki um þessa eða hina Reykjavík. Það er bara ein Reykjavík og það er okkar að tryggja að hún sé fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar