Ein Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 23. apríl 2022 07:32 Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Börn og fjölskyldur Í Reykjavík settum við saman aðgerðaáætlun til vinna gegn því samfélagsmeini sem sárafátækt er. Við horfðum sérstaklega til þess hvernig forða má börnum frá því að alast upp við fátækt. Stærsta aðgerðin var því að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar gjaldfrjálsa leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Áður höfðum við lækkað greiðslur þannig að barnmargar fjölskyldur greiða nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig óháð barnafjölda. Námsgögn eru nú afhent í skólunum og þar geta börn nálgast túrvörur. Á þessu ári er verið að innleiða breytt verklag í þjónustu við börn sem þurfa aukinn stuðning um alla borg, það felur í sér þverfaglegan stuðning sem veittur er hratt og vel í umhverfi barnanna. Fjárframlög til skóla hafa verið hækkuð og eru nú einnig ákvörðuð út frá félagslegri samsetningu hverfis þannig að þar sem áskoranir eru meiri sé til fjármagn til að mæta þeim. Á kjörtímabilinu höfum við styrkt stuðningsþjónustu til barna en þar eru fjölmörg tækifæri til að tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í frístundum, stykja sig og sína hæfileika. Stuðningur þegar þarf Sett var á laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð þar sem þeim býðst húsnæði og stuðningur. Við höfum komið upp sérstöku Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar til virkni og vinnu, á þeirra forsendum. Þar eru fjölmörg námsúrræði og sértæk verkefni fyrir ákveðna hópa fólks. Þannig vinnur borgin með fólki sem þarf aukinn stuðning, styður fólk til að finna styrkleika sýna og nýta þá. Á þessari braut er mikilvægt að halda áfram, valdefla fólk í erfiðum aðstæðum. Þegar atvinnuleysi jókst þá fjölgaði störfum tímabundið hjá Reykjavík því við í Samfylkingunni vitum að vinna er líka velferð. Húsnæðisöryggi Á kjörtímabilinu hækkuðum við tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings umfram tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til sveitarfélaga. Tilgangurinn var að stækka þann hóp tekjulágra sem rétt eiga á þessum stuðningi sem tókst því á síðasta ári fengu 4400 heimili sértækar húsnæðisbætur sem er 1000 heimilum fleiri en 2019. Helmingur þeirra heimila leigja á almennum markaði og hinn helmingurinn hjá Félagsbústöðum en þar hefur íbúðum fjölgað um 607 íbúðir frá janúar 2018 en þær eru nú 3012 eða 5,1% af íbúðum í Reykjavík. Það skiptir máli til að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem eru með lægstu tekjurnar því leiguverð er að jafnaði um 30 % lægra hjá félagsbústöðum en á almennum markaði. Um helmingi færri bíða nú eftir íbúð hjá félagsbústöðum en í upphafi kjörtímabils og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut til að tryggja öllum sem þurfa húsnæði. Heimili fyrir okkur öll Samfylkingin hefur lagt áherslu á að það eru mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnu um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka eigið heimili en um 100 einstaklingar hafa fengið slíkt tækifæri á þessu kjörtímabili. Fyrir tekjulægri hópa höfum við lagt áherslu á að 25% íbúðauppbyggingar í borginni sé leiguhúsnæði rekið án hagnaðarsjónarmiða og það hefur verið að ganga eftir. Þar má nefna Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar sem hefur byggt upp af krafti og mun á næstu tveim árum klára að byggja þær 1000 íbúðir sem samið var um 2016. Uppbygging á húsnæði fyrir fatlað fólk hefur staðist áætlanir en rúmlega 200 fatlaðir einstaklingar hafa fengið úthlutað húsnæði það sem af er þessu kjörtímabili. Verið er að endurskoða uppbyggingaráætlun þar sem fötluðu fólki fjölgar í Reykjavík umfram spár og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e að byggja húsnæði fyrir okkur öll. Minn draumur er að á íslandi þróist velferðarsamfélag sem styður hratt og vel við fólk sem þarf stuðning. Samfélag fólks sem finnur til samkenndar. Til að það takist þarf að halda áfram að vinna að jöfnum tækifærum í Reykjavík og stuðningi fyrir fólk sem þarf á honum að halda. Til þess er mikilvægt að Samfylkingin sé áfram við stjórn í borginni. Tölum ekki um þessa eða hina Reykjavík. Það er bara ein Reykjavík og það er okkar að tryggja að hún sé fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Börn og fjölskyldur Í Reykjavík settum við saman aðgerðaáætlun til vinna gegn því samfélagsmeini sem sárafátækt er. Við horfðum sérstaklega til þess hvernig forða má börnum frá því að alast upp við fátækt. Stærsta aðgerðin var því að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar gjaldfrjálsa leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Áður höfðum við lækkað greiðslur þannig að barnmargar fjölskyldur greiða nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig óháð barnafjölda. Námsgögn eru nú afhent í skólunum og þar geta börn nálgast túrvörur. Á þessu ári er verið að innleiða breytt verklag í þjónustu við börn sem þurfa aukinn stuðning um alla borg, það felur í sér þverfaglegan stuðning sem veittur er hratt og vel í umhverfi barnanna. Fjárframlög til skóla hafa verið hækkuð og eru nú einnig ákvörðuð út frá félagslegri samsetningu hverfis þannig að þar sem áskoranir eru meiri sé til fjármagn til að mæta þeim. Á kjörtímabilinu höfum við styrkt stuðningsþjónustu til barna en þar eru fjölmörg tækifæri til að tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í frístundum, stykja sig og sína hæfileika. Stuðningur þegar þarf Sett var á laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð þar sem þeim býðst húsnæði og stuðningur. Við höfum komið upp sérstöku Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar til virkni og vinnu, á þeirra forsendum. Þar eru fjölmörg námsúrræði og sértæk verkefni fyrir ákveðna hópa fólks. Þannig vinnur borgin með fólki sem þarf aukinn stuðning, styður fólk til að finna styrkleika sýna og nýta þá. Á þessari braut er mikilvægt að halda áfram, valdefla fólk í erfiðum aðstæðum. Þegar atvinnuleysi jókst þá fjölgaði störfum tímabundið hjá Reykjavík því við í Samfylkingunni vitum að vinna er líka velferð. Húsnæðisöryggi Á kjörtímabilinu hækkuðum við tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings umfram tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til sveitarfélaga. Tilgangurinn var að stækka þann hóp tekjulágra sem rétt eiga á þessum stuðningi sem tókst því á síðasta ári fengu 4400 heimili sértækar húsnæðisbætur sem er 1000 heimilum fleiri en 2019. Helmingur þeirra heimila leigja á almennum markaði og hinn helmingurinn hjá Félagsbústöðum en þar hefur íbúðum fjölgað um 607 íbúðir frá janúar 2018 en þær eru nú 3012 eða 5,1% af íbúðum í Reykjavík. Það skiptir máli til að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem eru með lægstu tekjurnar því leiguverð er að jafnaði um 30 % lægra hjá félagsbústöðum en á almennum markaði. Um helmingi færri bíða nú eftir íbúð hjá félagsbústöðum en í upphafi kjörtímabils og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut til að tryggja öllum sem þurfa húsnæði. Heimili fyrir okkur öll Samfylkingin hefur lagt áherslu á að það eru mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnu um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka eigið heimili en um 100 einstaklingar hafa fengið slíkt tækifæri á þessu kjörtímabili. Fyrir tekjulægri hópa höfum við lagt áherslu á að 25% íbúðauppbyggingar í borginni sé leiguhúsnæði rekið án hagnaðarsjónarmiða og það hefur verið að ganga eftir. Þar má nefna Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar sem hefur byggt upp af krafti og mun á næstu tveim árum klára að byggja þær 1000 íbúðir sem samið var um 2016. Uppbygging á húsnæði fyrir fatlað fólk hefur staðist áætlanir en rúmlega 200 fatlaðir einstaklingar hafa fengið úthlutað húsnæði það sem af er þessu kjörtímabili. Verið er að endurskoða uppbyggingaráætlun þar sem fötluðu fólki fjölgar í Reykjavík umfram spár og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e að byggja húsnæði fyrir okkur öll. Minn draumur er að á íslandi þróist velferðarsamfélag sem styður hratt og vel við fólk sem þarf stuðning. Samfélag fólks sem finnur til samkenndar. Til að það takist þarf að halda áfram að vinna að jöfnum tækifærum í Reykjavík og stuðningi fyrir fólk sem þarf á honum að halda. Til þess er mikilvægt að Samfylkingin sé áfram við stjórn í borginni. Tölum ekki um þessa eða hina Reykjavík. Það er bara ein Reykjavík og það er okkar að tryggja að hún sé fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun