Framsóknarflokkurinn sniðgengur börn af erlendum uppruna í borginni Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 22. apríl 2022 10:31 Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík. Á dögunum sagðist nýr oddviti Framsóknarflokksins í borginni styðja formanninn sinn og reyndi að aftengja framboð flokksins í Reykjavík frá formanninum og óréttlætanlegri framgöngu hans gagnvart konu af erlendum uppruna. Um leið sagði hann kjósendum að að Framsókn væri umburðalyndur fjölmenningarsinnaður velferðaflokkur og þau sem væru í framboði bæru hag fjölmenningarsamfélagsins mjög fyrir brjósti. Ef Framsóknarflokknum væri í raun umburðarlyndur fjölmenningasinnaður velferðarflokkur þá myndi flokkurinn ekki standa fyrir þeirri mismunun ár eftir ár að Reykjavíkurborg sé útilokuð frá framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólareksturs og þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku. Við erum að tala um einn viðkvæmasta hóp barna í íslensku skólakerfi. Sigurður Ingi hefði, sem innviðaráðherra, getað komið til móts við borgina og leiðrétt þennan mismun en gerði það ekki og virðast hvorki barna- og menntamála ráðherra, Ásmundur Einar Daðason, né ráðherra íslenskunnar, Lilja Alfreðsdóttir, heldur hafa áhuga málinu. Bæði eru þau flokkssystkyni Einars og Sigurðar Ingar. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Er Framsókn að hugsa um grunnskólabörn í borginni? Nei. Er Framsókn að hugsa um stöðu barna af erlendum uppruna? Nei. Að minnsta ekki þeim meirihluta barna af erlendum uppruna sem býr í Reykjavík. Línuleg fjölgun fjöltyngdra barna í borginni Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021. Jöfnunarsjóður greiðir 130.000 krónur með börnum annarra sveitarfélaga en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Á þessu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu, Breiðholti. Ef Framsókn er umburðarlyndur, fjölmenningasinnaður velferðarflokkur, hvers vegna láta þá formaður flokksins, tveir Reykjavíkurþingmenn á ráðherrastólum og oddviti borgarstjórnarframboðsins, nýfluttur í Breiðholt, þennan ójöfnuð viðgangast? Lýðskrum Framsóknarflokkurinn hefur markvisst sniðgengið grunnskóla í borginni og börn með annað móðurmál en íslensku með svimandi háum fjárhæðum, sjá nánar í grein sem ég skrifaði fyrr í vetur um þá fjármuni sem borgin verður af. Þannig hafa fyrrnefndir þrír ráðherrar flokksins sniðgengið ítrekað börn af erlendum uppruna. Það sem er enn áhugaverða er að bæði Lilja og Ásmundur eru oddvitar í þinginu fyrir Reykvíkinga. Lilja hreykir sér af því á tyllidögum að vera Breiðhyltingur, mætir galvösk í Gísla Marteinn og segist þykja svo vænt um gamla hverfið sitt og Fellaskóla. Nýr oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, er ný fluttur upp í Breiðholt. Fluttur inn í mekka fjölmenningar og fjölbreytileika. Öll tala fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið í börn með annað móðurmál en íslensku. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp í þinginu fyrir stuttu ásamt níu öðrum þingmönnum úr minnihluta þar sem lagt er til að bundinn verði endi á þessa mismunun gegn börnum í Reykjavík. Ef Framsóknarflokkurinn vill vera trúverðugur í málflutningi sínum sem umburðalyndur, fjölmenningasinnaður velferðaflokkur þá munu þingmenn flokksins, ráðherra Jöfnunarsjóðs, barna- og menntamála ráðherra og ráðherra íslenskunnar tala fyrir þessu frumvarpi og samþykkja. Ef ekki þá er flokknum ekki treystandi sem málsvara barna af erlendum uppruna eða sem borgarflokks heldur er um hreint lýðskrum að ræða. Samfylkingin í borginni forgangsraðar í þágu barna af erlendum uppruna Í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík. Á dögunum sagðist nýr oddviti Framsóknarflokksins í borginni styðja formanninn sinn og reyndi að aftengja framboð flokksins í Reykjavík frá formanninum og óréttlætanlegri framgöngu hans gagnvart konu af erlendum uppruna. Um leið sagði hann kjósendum að að Framsókn væri umburðalyndur fjölmenningarsinnaður velferðaflokkur og þau sem væru í framboði bæru hag fjölmenningarsamfélagsins mjög fyrir brjósti. Ef Framsóknarflokknum væri í raun umburðarlyndur fjölmenningasinnaður velferðarflokkur þá myndi flokkurinn ekki standa fyrir þeirri mismunun ár eftir ár að Reykjavíkurborg sé útilokuð frá framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólareksturs og þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku. Við erum að tala um einn viðkvæmasta hóp barna í íslensku skólakerfi. Sigurður Ingi hefði, sem innviðaráðherra, getað komið til móts við borgina og leiðrétt þennan mismun en gerði það ekki og virðast hvorki barna- og menntamála ráðherra, Ásmundur Einar Daðason, né ráðherra íslenskunnar, Lilja Alfreðsdóttir, heldur hafa áhuga málinu. Bæði eru þau flokkssystkyni Einars og Sigurðar Ingar. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Er Framsókn að hugsa um grunnskólabörn í borginni? Nei. Er Framsókn að hugsa um stöðu barna af erlendum uppruna? Nei. Að minnsta ekki þeim meirihluta barna af erlendum uppruna sem býr í Reykjavík. Línuleg fjölgun fjöltyngdra barna í borginni Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021. Jöfnunarsjóður greiðir 130.000 krónur með börnum annarra sveitarfélaga en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Á þessu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu, Breiðholti. Ef Framsókn er umburðarlyndur, fjölmenningasinnaður velferðarflokkur, hvers vegna láta þá formaður flokksins, tveir Reykjavíkurþingmenn á ráðherrastólum og oddviti borgarstjórnarframboðsins, nýfluttur í Breiðholt, þennan ójöfnuð viðgangast? Lýðskrum Framsóknarflokkurinn hefur markvisst sniðgengið grunnskóla í borginni og börn með annað móðurmál en íslensku með svimandi háum fjárhæðum, sjá nánar í grein sem ég skrifaði fyrr í vetur um þá fjármuni sem borgin verður af. Þannig hafa fyrrnefndir þrír ráðherrar flokksins sniðgengið ítrekað börn af erlendum uppruna. Það sem er enn áhugaverða er að bæði Lilja og Ásmundur eru oddvitar í þinginu fyrir Reykvíkinga. Lilja hreykir sér af því á tyllidögum að vera Breiðhyltingur, mætir galvösk í Gísla Marteinn og segist þykja svo vænt um gamla hverfið sitt og Fellaskóla. Nýr oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, er ný fluttur upp í Breiðholt. Fluttur inn í mekka fjölmenningar og fjölbreytileika. Öll tala fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið í börn með annað móðurmál en íslensku. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp í þinginu fyrir stuttu ásamt níu öðrum þingmönnum úr minnihluta þar sem lagt er til að bundinn verði endi á þessa mismunun gegn börnum í Reykjavík. Ef Framsóknarflokkurinn vill vera trúverðugur í málflutningi sínum sem umburðalyndur, fjölmenningasinnaður velferðaflokkur þá munu þingmenn flokksins, ráðherra Jöfnunarsjóðs, barna- og menntamála ráðherra og ráðherra íslenskunnar tala fyrir þessu frumvarpi og samþykkja. Ef ekki þá er flokknum ekki treystandi sem málsvara barna af erlendum uppruna eða sem borgarflokks heldur er um hreint lýðskrum að ræða. Samfylkingin í borginni forgangsraðar í þágu barna af erlendum uppruna Í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun