Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 12:00 Guðni Th., forseti Íslands, fyrir miðju, á landsleik hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Bára Dröfn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. „Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum. Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
„Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum.
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira