Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2022 13:46 Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í dag. AP Photo/Steve Helber Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Mál Depps byggir á grein sem Heard skrifaði fyrir og birtist í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist vera orðin andlit þeirra sem lifðu af heimilisofbeldi. Depp er þar hvergi nefndur á nafn en lögmenn hans segja að í greininni endurtaki Heard ásakanir sem gerðar voru opinberar í skilnaði þeirra árið 2016. Málið er í aðalmeðferð hjá Sýsludómi Fairfax í Virginiu og er nú á annarri viku. Dómari í sýslunni veitti Depp áheyrnarrétt árið 2019 vegna málsins og úrskurðaði svo að hann gæti kært Heard þar sem Washington Post birtist á netinu í sýslunni. Lögmenn Depps sögðu í málflutningi sínum í síðustu viku að Heard hafi eyðilagt mannorð Depps með því að „velja að ljúga upp á hann fyrir eigin gróða.“ Lögmenn Heard halda því hins vegar fram að Depp sé áfengis- og vímuefnasjúklingur sem leiti nú hefndar. Þar að auki hafi Heard skrifað greinina til þess að varpa ljósi á löggjöf um heimilisofbeldi og að hún hafi aldrei nafngreint Depp. Fyrrverandi pararáðgjafi Depp og Heard bar vitni fyrir dómi fyrir helgi þar sem hún sagði allt hafa litið þannig út að bæði beittu hitt ofbeldi. Heard hafi frekað viljað slást við Depp en að skilja við hann og að hún hefði barið Depp til að halda honum í sambandinu. Heard hafi oft barist á móti eftir að Depp hafi gripið til ofbeldisverka. Heard fékk í maí 2016 nálgunarbann á Depp eftir að hún lýsti því að Depp hafi barið hana í andlitið með farsíma. Þegar málið var tekið fyrir af dómstólum á sínum tíma sýndi Heard myndir þar sem greinilegt var að hún væri með marbletti í andliti. Depp hefur neitað því harðlega að hafa nokkurn tíma beitt Heard ofbeldi og segist sjálfur fórnarlamb heimilisofbeldis af hendi Heard. Þetta er annað skiptið sem Depp hefur höfðað mál gegn Heard vegna ásakananna en hann tapaði slíku máli fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Þá höfðaði hann mál gegn News Group Newspapers, sem gefa út breska götublaðið The Sun, eftir að hann var kallaður „heimilisofbeldismaður“ (e. Wife beater) í grein sem birtist á miðlinum árið 2018. Hann tapaði því máli og kom fram í niðurstöðu dómstóla að Sun hafi sýnt fram á næg sönnunargögn sem réttlættu nafngiftina. Lögmenn Depp sögðu í kjölfar þess að dómur féll í málinu gegn Sun að dómarinn hafi stólað of mikið á vitnisburð Heard, sem væri óáreiðanlegt vitni og lygasjúk. Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Mál Depps byggir á grein sem Heard skrifaði fyrir og birtist í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist vera orðin andlit þeirra sem lifðu af heimilisofbeldi. Depp er þar hvergi nefndur á nafn en lögmenn hans segja að í greininni endurtaki Heard ásakanir sem gerðar voru opinberar í skilnaði þeirra árið 2016. Málið er í aðalmeðferð hjá Sýsludómi Fairfax í Virginiu og er nú á annarri viku. Dómari í sýslunni veitti Depp áheyrnarrétt árið 2019 vegna málsins og úrskurðaði svo að hann gæti kært Heard þar sem Washington Post birtist á netinu í sýslunni. Lögmenn Depps sögðu í málflutningi sínum í síðustu viku að Heard hafi eyðilagt mannorð Depps með því að „velja að ljúga upp á hann fyrir eigin gróða.“ Lögmenn Heard halda því hins vegar fram að Depp sé áfengis- og vímuefnasjúklingur sem leiti nú hefndar. Þar að auki hafi Heard skrifað greinina til þess að varpa ljósi á löggjöf um heimilisofbeldi og að hún hafi aldrei nafngreint Depp. Fyrrverandi pararáðgjafi Depp og Heard bar vitni fyrir dómi fyrir helgi þar sem hún sagði allt hafa litið þannig út að bæði beittu hitt ofbeldi. Heard hafi frekað viljað slást við Depp en að skilja við hann og að hún hefði barið Depp til að halda honum í sambandinu. Heard hafi oft barist á móti eftir að Depp hafi gripið til ofbeldisverka. Heard fékk í maí 2016 nálgunarbann á Depp eftir að hún lýsti því að Depp hafi barið hana í andlitið með farsíma. Þegar málið var tekið fyrir af dómstólum á sínum tíma sýndi Heard myndir þar sem greinilegt var að hún væri með marbletti í andliti. Depp hefur neitað því harðlega að hafa nokkurn tíma beitt Heard ofbeldi og segist sjálfur fórnarlamb heimilisofbeldis af hendi Heard. Þetta er annað skiptið sem Depp hefur höfðað mál gegn Heard vegna ásakananna en hann tapaði slíku máli fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Þá höfðaði hann mál gegn News Group Newspapers, sem gefa út breska götublaðið The Sun, eftir að hann var kallaður „heimilisofbeldismaður“ (e. Wife beater) í grein sem birtist á miðlinum árið 2018. Hann tapaði því máli og kom fram í niðurstöðu dómstóla að Sun hafi sýnt fram á næg sönnunargögn sem réttlættu nafngiftina. Lögmenn Depp sögðu í kjölfar þess að dómur féll í málinu gegn Sun að dómarinn hafi stólað of mikið á vitnisburð Heard, sem væri óáreiðanlegt vitni og lygasjúk.
Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19
Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23