Er tilgangur ASÍ að berjast gegn Eflingu? Barbara Sawka skrifar 19. apríl 2022 09:01 Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun