Spánverjar ganga af trúnni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2022 17:02 Rúmlega 17 milljónir Spánverja skilgreina sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Vísir/Getty Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum. Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum.
Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira