Minnst tíu skotnir og 29 fluttir á sjúkrahús Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 00:00 Margir farþegar lágu í sárum sínum á lestarpöllum eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang. AP/Will B Wylde Minnst 29 voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir að maður með gasgrímu henti reyksprengju inn í neðanjarðarlest á háannatíma í Brooklyn í New York og hóf skothríð. Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50