Húsleit og handtaka á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 15:31 Snævi þakinn Ísafjörður þar sem lögreglumenn á vegum héraðssaksóknara réðust í húsleit í dag. Vísir/Egill Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum Vísis eru um tíu starfsmenn á vegum héraðssaksóknara, bæði lögreglumenn og sérfræðingar, að störfum í bænum. Aðgerðir eru yfirstandandi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið á viðkvæmu stigi. Hann staðfestir að embættið sé í aðgerðum fyrir vestan en að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði, handtekinn í dag. Honum var á dögunum sagt upp störfum ásamt forstjóranum Jóni Ingvari Pálssyni. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember. Kæra í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar Aldís Hilmarsdóttir, sem tók við stjórnarformennsku hjá Innheimtustofnun í desember en var áður yfirmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu í morgun að þeim Braga og Jóni Ingvari hefði verið sagt upp störfum. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ sagði Aldís. Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum stofnunarinnar í september. Það var gert að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni var ætlað að greina annars vegar núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar yrði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Forstöðumaður á Ísafirði fékk sjálfur verkefni Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim var sem fyrr segir sagt upp fyrir helgi. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Samkaupa, var ráðinn forstjóri í stað Jóns Ingvars. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Lögreglumál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum Vísis eru um tíu starfsmenn á vegum héraðssaksóknara, bæði lögreglumenn og sérfræðingar, að störfum í bænum. Aðgerðir eru yfirstandandi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið á viðkvæmu stigi. Hann staðfestir að embættið sé í aðgerðum fyrir vestan en að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði, handtekinn í dag. Honum var á dögunum sagt upp störfum ásamt forstjóranum Jóni Ingvari Pálssyni. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember. Kæra í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar Aldís Hilmarsdóttir, sem tók við stjórnarformennsku hjá Innheimtustofnun í desember en var áður yfirmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu í morgun að þeim Braga og Jóni Ingvari hefði verið sagt upp störfum. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ sagði Aldís. Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum stofnunarinnar í september. Það var gert að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni var ætlað að greina annars vegar núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar yrði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Forstöðumaður á Ísafirði fékk sjálfur verkefni Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim var sem fyrr segir sagt upp fyrir helgi. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Samkaupa, var ráðinn forstjóri í stað Jóns Ingvars. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Lögreglumál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54