„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 12:12 Úr húsi sem rússneski herinn lagði undir sig. Óskar Hallgrímsson Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30