Lærum af aðlögun náms í heimsfaraldri Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. apríl 2022 11:31 Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar