Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 19:06 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði eftir kynningarfund í morgun að hann myndi beita sér fyrir því að koma á húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill/Atli Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin. Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár. Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár.
Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira