Víti til varnaðar – áfram stelpur! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 2. apríl 2022 08:02 Þann 1. janúar 2021 tóku Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, heilsugæslan og embætti landlæknis við umsjón og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðherra tilkynnti ákvörðun um flutning krabbameinsskimana til opinberra stofnana í mars 2019, tæpum tveimur árum áður en flutningurinn varð. Í aðdraganda flutningsins voru helst nefnd þau markmið að með flutningnum yrði fyrirkomulagið líkara fyrirkomulagi í öðrum löndum og að þjónusta myndi færast í nærumhverfi kvenna. Væntanlega yrði þátttaka kvenna meiri fyrir vikið. Endanleg skilgreining verkþátta og verkaskipting milli þeirra stofnana ríkisins sem taka áttu við verkefnunum var ekki formlega tilkynnt þeim fyrr en um miðjan júní 2020. Þá voru sex mánuðir þar til skimunin átti að hefjast á vegum stofnananna. Öllum mátti vera ljóst að það væri ekki nægur undirbúningstími. Raunin var enda sú að ótal verkefni voru óleyst í lok árs 2020. Aðstaða, tækjabúnaður, hugbúnaður, rannsóknir og fleira var langt frá því að vera tilbúið, sem endurspeglaðist í framkvæmdinni. Frá því tilkynnt var um breytinguna lagði Krabbameinsfélagið áherslu á við alla sem að málinu komu, að gæta þyrfti vel að undirbúningi verkefnisins, tryggja mannauð og fjármagn. Sömuleiðis lagði félagið áherslu á að kynna alla þætti skimunarinnar fyrir nýjum aðilum, til dæmis mikilvægi reglubundins kynningarstarfs og upplýsingagjafar. Nú hefur embætti landlæknis birt skýrslu um krabbameinsskimanir á árinu 2021, þar sem teknar eru saman tölur um boð og mætingu í skimun á landsvísu. Skýrslan sýnir að Mæting kvenna í krabbameinsskimanir var verulega lakari á síðasta ári en undanfarin ár. Svo virðist sem stofnanir ríkisins séu nú að ná að leysa mikla hnökra sem urðu við tilfærslu skimananna, sem mun vonandi leiða til betri mætingar. Skýrslan gefur tilefni til að Hvetja konur til að kynna sér eðli skimana, nýta boð í skimun og panta tíma þegar boð berst eða drífa í því, eigi þær boð sem þær hafa ekki þegið. Hvetja heilsugæslu og Landspítala til að tryggja nægjanlegt framboð af tímum svo hægt verði að mæta aukinni mætingu kvenna í skimanir. Minna á mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að skimunum með því að allar krabbameinsskimanir séu gjaldfrjálsar eða gjaldið í það minnsta lágt og samræmt. Minna á að unnið verði skipulega að innleiðingu á skimunum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, með gagnsæjum hætti og góðri upplýsingagjöf til almennings. Mál tengd skimuninni voru mikið í fjölmiðlum og því miður voru upplýsingar ítrekað misvísandi og rangar og verulega skorti á upplýsingagjöf til almennings. Konur í landinu létu sig málið varða og sýndu með óyggjandi hætti að þær kunna að meta að þeim býðst reglubundin krabbameinsskimun. Skimun skiptir máli Krabbameinsskimanir eru mikilvæg forvarnaraðgerð, sem með reglubundinni þátttöku geta gripið frumubreytingar í leghálsi áður en þær þróast yfir í krabbamein og brjóstakrabbamein áður en einkenni gera vart við sig. Talið er að leghálsskimanir hafi bjargað um 450 mannslífum frá því þær hófust hér á landi. Skimanir eru hins vegar ekki óyggjandi, hafa bæði kosti og galla og veita ekki 100% öryggi, jafnvel þó konur mæti vel. Því er konum, um leið og þær eru hvattar til reglubundinnar þátttöku í skimun, bent á að kynna sér einkenni sem geta bent til krabbameina og leita læknis ef þeirra verður vart. Upplýsingar um hvort tveggja er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins www.krabb.is Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir þrenns konar krabbameinum, í leghálsi, brjóstum og ristli og endaþarmi. Leghálskrabbamein er ein algengasta dánarorsök kvenna í löndum þar sem ekki býðst skimun. Forsenda þess að sem bestur árangur sé af skimunum er að þátttaka sé góð. Krabbameinsfélagið hefur í gegnum tíðina haldið uppi öflugu kynningarstarfi en síðari hluta ársins 2018 var gripið til sérstakra aðgerða enda hafði þátttaka kvenna farið minnkandi. Aðgerðirnar báru árangur og fjöldi þeirra kvenna sem þáði boð í skimanir jókst verulega frá haustinu 2018. Árangurinn hélst árin 2019 og 2020 ef tillit er tekið til lokana vegna sóttvarnaraðgerða. Árið 2020 kröfðust sóttvarnaraðgerðir þess að Leitarstöðinni væru lokað í fimm vikur fyrir bæði legháls- og brjóstaskimanir. Að auki var leghálsskimuninni lokað í fjórar vikur í desember, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið, vegna flutnings verkefnisins. Fyrir vikið mættu 3000 – 5000 færri konur í skimun árið 2020 en árið 2019. Það var því ljóst að nýrra aðila beið ærið verkefni; að viðhalda aukinni mætingu og helst bæta enn frekar auk þess að vinna upp þá „skuld“ sem hafði skapast vegna lokana á árinu 2020. Jafnt aðgengi Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af ójöfnuði af ýmsu tagi í tengslum við krabbamein, til dæmis vegna kostnaðar. Vísbendingar eru um að komugjöld í skimanir geti dregið úr þátttöku þeirra tekjuminni. Vegna þess ákvað Krabbameinsfélagið að gera tilraun árið 2019 þar sem þeim árgöngum sem var boðið í fyrsta sinn í leghálsskimun og brjóstaskimun bauðst hún ókeypis. Árangurinn var ótvíræður og sögðust 25% þeirra sem nýttu tilboð um gjaldfrjálsa leghálsskimun ekki hefðu mætt nema af því að skimunin var gjaldfrjáls og 10% þeirra sem nýttu tilboð um gjaldfrjálsa brjóstaskimun. Vegna þessa mikla árangurs var verkefninu haldið áfram á árinu 2020, styrkt af erfðagjöf frú Láru Vigfúsdóttur. Niðurstöðurnar voru þær sömu og árið áður, ókeypis skimun eykur þátttöku. Krabbameinsfélagið hafði því ástæðu til að fagna miklu framfaraskrefi þegar ljóst var að komugjald í leghálsskimanir á heilsusgæslustöðvum yrði eins og önnur komugjöld á heilsugæslu, kr. 500, óháð aldri. Þess var að vænta að þátttaka kvenna myndi aukast verulega, í það minnsta um 10 – 15%. Á hinn bóginn vakti það furðu og olli vonbrigðum að sama gilti ekki um gjald fyrir brjóstaskimanir. Minni þátttaka Upplýsingar um komutölur í ofangreindri skýrslu Embættis landlæknis eru vonbrigði en mun færri konur nýttu sér boð í skimun árið 2021 en árin á undan. Skemmst er frá því að segja að ekki tókst að vinna upp „skuldina“ sem leiddi af tímabundinni lokun Leitarstöðvar árið 2020 og enn færri konur mættu í skimun árið 2021 en 2020. Sú aukna þátttaka sem búist var við vegna þess að leghálsskimunin varð gjaldfrjáls skilaði sér alls ekki og flutningur þjónustunnar í nærumhverfi ekki heldur. Þróunin varð raunar sú að konur sóttu skimanir hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum í mun meiri mæli en áður, í stað þess að nýta sér nánast gjaldfrjálsa skimun hjá heilsugæslunni. Ef tekið er mið af árinu 2019 má leiða líkur að því að tímabundin lokun Leitarstöðvar 2020 hafi leitt til fækkunar kvenna um 3000 – 5000 í leghálsskimun. Árið 2021 fækkaði enn, sem nam um 2.500 konum frá árinu 2020 eða 5.500 – 7.500 frá árinu 2019. Lauslega reiknað er því ljóst að í stað þess að vinna upp „skuldina“ frá árinu áður, bættist í hana og mjög varlega áætlað má reikna með að á árunum 2020 og 2021 hafi 9.000 - 11.000 færri konur nýtt sér boð í leghálsskimun, eða mætt síðar en ella en ef mæting hefði verið með sama hætti og árið 2019. Þá er ekki tekið tillit til þeirrar aukningar sem hefði átt að leiða af nánast gjaldfrjálsri skimun. Hvað brjóstaskimunina varðar eru samsvarandi tölur nokkuð lægri. Þar má reikna með, varlega áætlað, að um 7.300 konur hafi ekki nýtt boð í skimun eða mætt seinna en ella, á árunum 2020 og 2021, miðað við árið 2019 en þá hefur ekki verið tekið tillit til þess fjölda kvenna sem bættist í skimunarhópinn þegar skimunaraldur var hækkaður úr 69 árum í 74 ár á sama tíma og skimunin færðist milli aðila. Skimun fyrir krabbameinum er lýðheilsuaðgerð í þágu þjóðarinnar til að fækka dauðsföllum af völdum krabbameina. Samstillt átak framkvæmdaaðila og þjóðarinnar þarf til að hún skili sem mestum árangri. Sem betur fer bendir flest til þess að skimunin sé nú að komast í gott horf og að skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi hefjist á næsta ári. Það verður stórt skref fram á við. Lærum af reynslunni Ljóst er að tilfærsla skimunarinnar til opinberra stofnana misfórst og það kom niður á þátttöku kvenna í skimunum. Takmörkuðum tilgangi þjónar að horfa sífellt í baksýnisspegilinn og ergja sig yfir hvernig staðið var að málum en engu að síður er nauðsynlegt að stjórnvöld læri af því sem misfórst. Skortur á undirbúningi verkefna má ekki koma niður á fólkinu í landinu eins og var raunin með skimanirnar, slíkt er einfaldlega of dýrkeypt. Það þarf ekki og má ekki endurtaka sig. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að nýta sér boð um skimun fyrir krabbameinum. Skimun getur skipt sköpum. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2021 tóku Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, heilsugæslan og embætti landlæknis við umsjón og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðherra tilkynnti ákvörðun um flutning krabbameinsskimana til opinberra stofnana í mars 2019, tæpum tveimur árum áður en flutningurinn varð. Í aðdraganda flutningsins voru helst nefnd þau markmið að með flutningnum yrði fyrirkomulagið líkara fyrirkomulagi í öðrum löndum og að þjónusta myndi færast í nærumhverfi kvenna. Væntanlega yrði þátttaka kvenna meiri fyrir vikið. Endanleg skilgreining verkþátta og verkaskipting milli þeirra stofnana ríkisins sem taka áttu við verkefnunum var ekki formlega tilkynnt þeim fyrr en um miðjan júní 2020. Þá voru sex mánuðir þar til skimunin átti að hefjast á vegum stofnananna. Öllum mátti vera ljóst að það væri ekki nægur undirbúningstími. Raunin var enda sú að ótal verkefni voru óleyst í lok árs 2020. Aðstaða, tækjabúnaður, hugbúnaður, rannsóknir og fleira var langt frá því að vera tilbúið, sem endurspeglaðist í framkvæmdinni. Frá því tilkynnt var um breytinguna lagði Krabbameinsfélagið áherslu á við alla sem að málinu komu, að gæta þyrfti vel að undirbúningi verkefnisins, tryggja mannauð og fjármagn. Sömuleiðis lagði félagið áherslu á að kynna alla þætti skimunarinnar fyrir nýjum aðilum, til dæmis mikilvægi reglubundins kynningarstarfs og upplýsingagjafar. Nú hefur embætti landlæknis birt skýrslu um krabbameinsskimanir á árinu 2021, þar sem teknar eru saman tölur um boð og mætingu í skimun á landsvísu. Skýrslan sýnir að Mæting kvenna í krabbameinsskimanir var verulega lakari á síðasta ári en undanfarin ár. Svo virðist sem stofnanir ríkisins séu nú að ná að leysa mikla hnökra sem urðu við tilfærslu skimananna, sem mun vonandi leiða til betri mætingar. Skýrslan gefur tilefni til að Hvetja konur til að kynna sér eðli skimana, nýta boð í skimun og panta tíma þegar boð berst eða drífa í því, eigi þær boð sem þær hafa ekki þegið. Hvetja heilsugæslu og Landspítala til að tryggja nægjanlegt framboð af tímum svo hægt verði að mæta aukinni mætingu kvenna í skimanir. Minna á mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að skimunum með því að allar krabbameinsskimanir séu gjaldfrjálsar eða gjaldið í það minnsta lágt og samræmt. Minna á að unnið verði skipulega að innleiðingu á skimunum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, með gagnsæjum hætti og góðri upplýsingagjöf til almennings. Mál tengd skimuninni voru mikið í fjölmiðlum og því miður voru upplýsingar ítrekað misvísandi og rangar og verulega skorti á upplýsingagjöf til almennings. Konur í landinu létu sig málið varða og sýndu með óyggjandi hætti að þær kunna að meta að þeim býðst reglubundin krabbameinsskimun. Skimun skiptir máli Krabbameinsskimanir eru mikilvæg forvarnaraðgerð, sem með reglubundinni þátttöku geta gripið frumubreytingar í leghálsi áður en þær þróast yfir í krabbamein og brjóstakrabbamein áður en einkenni gera vart við sig. Talið er að leghálsskimanir hafi bjargað um 450 mannslífum frá því þær hófust hér á landi. Skimanir eru hins vegar ekki óyggjandi, hafa bæði kosti og galla og veita ekki 100% öryggi, jafnvel þó konur mæti vel. Því er konum, um leið og þær eru hvattar til reglubundinnar þátttöku í skimun, bent á að kynna sér einkenni sem geta bent til krabbameina og leita læknis ef þeirra verður vart. Upplýsingar um hvort tveggja er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins www.krabb.is Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir þrenns konar krabbameinum, í leghálsi, brjóstum og ristli og endaþarmi. Leghálskrabbamein er ein algengasta dánarorsök kvenna í löndum þar sem ekki býðst skimun. Forsenda þess að sem bestur árangur sé af skimunum er að þátttaka sé góð. Krabbameinsfélagið hefur í gegnum tíðina haldið uppi öflugu kynningarstarfi en síðari hluta ársins 2018 var gripið til sérstakra aðgerða enda hafði þátttaka kvenna farið minnkandi. Aðgerðirnar báru árangur og fjöldi þeirra kvenna sem þáði boð í skimanir jókst verulega frá haustinu 2018. Árangurinn hélst árin 2019 og 2020 ef tillit er tekið til lokana vegna sóttvarnaraðgerða. Árið 2020 kröfðust sóttvarnaraðgerðir þess að Leitarstöðinni væru lokað í fimm vikur fyrir bæði legháls- og brjóstaskimanir. Að auki var leghálsskimuninni lokað í fjórar vikur í desember, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið, vegna flutnings verkefnisins. Fyrir vikið mættu 3000 – 5000 færri konur í skimun árið 2020 en árið 2019. Það var því ljóst að nýrra aðila beið ærið verkefni; að viðhalda aukinni mætingu og helst bæta enn frekar auk þess að vinna upp þá „skuld“ sem hafði skapast vegna lokana á árinu 2020. Jafnt aðgengi Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af ójöfnuði af ýmsu tagi í tengslum við krabbamein, til dæmis vegna kostnaðar. Vísbendingar eru um að komugjöld í skimanir geti dregið úr þátttöku þeirra tekjuminni. Vegna þess ákvað Krabbameinsfélagið að gera tilraun árið 2019 þar sem þeim árgöngum sem var boðið í fyrsta sinn í leghálsskimun og brjóstaskimun bauðst hún ókeypis. Árangurinn var ótvíræður og sögðust 25% þeirra sem nýttu tilboð um gjaldfrjálsa leghálsskimun ekki hefðu mætt nema af því að skimunin var gjaldfrjáls og 10% þeirra sem nýttu tilboð um gjaldfrjálsa brjóstaskimun. Vegna þessa mikla árangurs var verkefninu haldið áfram á árinu 2020, styrkt af erfðagjöf frú Láru Vigfúsdóttur. Niðurstöðurnar voru þær sömu og árið áður, ókeypis skimun eykur þátttöku. Krabbameinsfélagið hafði því ástæðu til að fagna miklu framfaraskrefi þegar ljóst var að komugjald í leghálsskimanir á heilsusgæslustöðvum yrði eins og önnur komugjöld á heilsugæslu, kr. 500, óháð aldri. Þess var að vænta að þátttaka kvenna myndi aukast verulega, í það minnsta um 10 – 15%. Á hinn bóginn vakti það furðu og olli vonbrigðum að sama gilti ekki um gjald fyrir brjóstaskimanir. Minni þátttaka Upplýsingar um komutölur í ofangreindri skýrslu Embættis landlæknis eru vonbrigði en mun færri konur nýttu sér boð í skimun árið 2021 en árin á undan. Skemmst er frá því að segja að ekki tókst að vinna upp „skuldina“ sem leiddi af tímabundinni lokun Leitarstöðvar árið 2020 og enn færri konur mættu í skimun árið 2021 en 2020. Sú aukna þátttaka sem búist var við vegna þess að leghálsskimunin varð gjaldfrjáls skilaði sér alls ekki og flutningur þjónustunnar í nærumhverfi ekki heldur. Þróunin varð raunar sú að konur sóttu skimanir hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum í mun meiri mæli en áður, í stað þess að nýta sér nánast gjaldfrjálsa skimun hjá heilsugæslunni. Ef tekið er mið af árinu 2019 má leiða líkur að því að tímabundin lokun Leitarstöðvar 2020 hafi leitt til fækkunar kvenna um 3000 – 5000 í leghálsskimun. Árið 2021 fækkaði enn, sem nam um 2.500 konum frá árinu 2020 eða 5.500 – 7.500 frá árinu 2019. Lauslega reiknað er því ljóst að í stað þess að vinna upp „skuldina“ frá árinu áður, bættist í hana og mjög varlega áætlað má reikna með að á árunum 2020 og 2021 hafi 9.000 - 11.000 færri konur nýtt sér boð í leghálsskimun, eða mætt síðar en ella en ef mæting hefði verið með sama hætti og árið 2019. Þá er ekki tekið tillit til þeirrar aukningar sem hefði átt að leiða af nánast gjaldfrjálsri skimun. Hvað brjóstaskimunina varðar eru samsvarandi tölur nokkuð lægri. Þar má reikna með, varlega áætlað, að um 7.300 konur hafi ekki nýtt boð í skimun eða mætt seinna en ella, á árunum 2020 og 2021, miðað við árið 2019 en þá hefur ekki verið tekið tillit til þess fjölda kvenna sem bættist í skimunarhópinn þegar skimunaraldur var hækkaður úr 69 árum í 74 ár á sama tíma og skimunin færðist milli aðila. Skimun fyrir krabbameinum er lýðheilsuaðgerð í þágu þjóðarinnar til að fækka dauðsföllum af völdum krabbameina. Samstillt átak framkvæmdaaðila og þjóðarinnar þarf til að hún skili sem mestum árangri. Sem betur fer bendir flest til þess að skimunin sé nú að komast í gott horf og að skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi hefjist á næsta ári. Það verður stórt skref fram á við. Lærum af reynslunni Ljóst er að tilfærsla skimunarinnar til opinberra stofnana misfórst og það kom niður á þátttöku kvenna í skimunum. Takmörkuðum tilgangi þjónar að horfa sífellt í baksýnisspegilinn og ergja sig yfir hvernig staðið var að málum en engu að síður er nauðsynlegt að stjórnvöld læri af því sem misfórst. Skortur á undirbúningi verkefna má ekki koma niður á fólkinu í landinu eins og var raunin með skimanirnar, slíkt er einfaldlega of dýrkeypt. Það þarf ekki og má ekki endurtaka sig. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að nýta sér boð um skimun fyrir krabbameinum. Skimun getur skipt sköpum. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun