Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn sjúkrabíll sendur á vettvang. Ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.
Dælubíll er við störf að hreinsa upp brot úr bílunum eftir áreksturinn.
Miklar umferðartafir hafa myndast vegna árekstursins og nær umferðarröðin niður Ártúnsbrekku og langt vestur eftir.