Frían mat í grunnskóla Kópavogs Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 07:31 Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar