Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 18:17 Hulda Bjarkar íþróttakennari segir að frammistöðukvíði sé eðlilegur. Það skipti máli að láta börn yfirstíga hindranir, enda líði þeim betur fyrir vikið. Vísir/Vilhelm Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda. Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda.
Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira