Endurreisn birkiskóga á Íslandi Hreinn Óskarsson skrifar 25. mars 2022 15:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun