Endurreisn birkiskóga á Íslandi Hreinn Óskarsson skrifar 25. mars 2022 15:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun