Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2022 22:51 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að starfshópur sem hann skipaði hafi ekki séð sér fært að klára vinnu sína fyrir mánaðarmótin og því hafi frumvarpið verið tekið af dagskrá. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum. Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum.
Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09