Leikkonan er þessa dagana að kynna nýju myndina sína The lost city sem hún leikur í ásamt Daniel Radcliff og fleiri góðum leikurum. Sandra og Daniel voru í viðtali þegar spurning var borin upp um hvort að þau hafi verið í kvikmynd á ferlinum sínum sem þau hafi skammast sín fyrir en svo hafi þau séð viðbrögð annarra og hætt að skammast sín.

„Ég er með eina mynd sem enginn tengdi við og ég skammast mín ennþá fyrir að hafa verið í. Hún heitir Speed 2. Ég hef talað um það áður. Alveg glórulaus. Hægfara bátur að fara hægt að eyju,“
sagði Sandra þegar hún fékk spurninguna. Hún sagði að enginn hafi tekið myndinni vel nema sá sem var að taka viðtalið en spyrillinn hafði gefið til kynna að honum væri vel við myndina. Keanu Reeves var í fyrstu Speed myndinni en ákvað að vera ekki með í framhaldinu eftir að hann sá handritið að henni. Vonandi mun Söndru líka betur við nýju myndina The lost city í framtíðinni þegar hún horfir til baka.