Framsækni í heilbrigðisvísindum Andri Már Tómasson skrifar 21. mars 2022 08:32 Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun