Telja sig hafa handtekið morðingjann í New York og Washington Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2022 12:30 Umfangsmikil leit að morðingjanum hófst nýverið eftir að lögregluþjónar sáu að sami maður hafði skotið heimilislausa í bæði New York og Washington DC. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í Washington DC hefur handtekið mann sem grunaður er um hafa myrt minnst tvo heimilislausa menn og sært þrjá til viðbótar í New York og Washington DC. Verið er að yfirheyra hann í Washington. Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent