Borgarlínan Bryndís Friðriksdóttir skrifar 15. mars 2022 09:01 Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar