Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar 29. október 2025 15:02 Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með því er lögð áhersla á að ríkið horfi til uppbyggingar á tveimur borgarsvæðum í landinu sem verður til heilla fyrir landið allt. Nú skiptir höfuðmáli að vinna hratt og örugglega að aðgerðaáætlun í öllum helstu málaflokkum svo samþykkt þingsályktunartillaga verði ekki bara orðin tóm og marklaust plagg. Bæjarstjórn Akureyrar er reiðubúin að leggja af mörkum alla þá vinnu sem þarf svo raungera megi þá miklu uppbyggingu sem tíunduð er í borgarstefnunni. Svæðisborgin getur þannig orðið enn samkeppnishæfari við höfuðborgina sem spennandi búsetukostur og öflugt atvinnusvæði. Hún ber skyldur gagnvart íbúum sínum og nálægum byggðunum og verður miðja þjónustu og mun þá um leið renna styrkari stoðum undir samfélögin á áhrifasvæði sínu. Nefna má að styrkja þarf stöðu Sjúkrahússins á Akureyri, klára uppbyggingu þess og gera að háskólasjúkrahúsi með auknu samstarfi við Háskólann á Akureyri. Um leið er nauðsynlegt að auka námsframboð á háskólastigi með fjölgun námsgreina. Treysta þarf millilandaflugið sem grundvöll fyrir öflugri ferðaþjónustu og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Hækka þarf framlög til menningarsamnings Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins. Allt þetta og meira til rennir styrkum stoðum undir bætt búsetuskilyrði á svæðinu og er liður í að efla borgarhlutverk Akureyrar. Öflugt atvinnulíf er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa öflugt borgarsvæði. Á Akureyri viljum við byggja upp grænan iðnað og hátæknifyrirtæki, metnaðarfulla og sjálfbæra ferðaþjónustu, beint flug alla daga vikunnar allan ársins hring til annarra Evrópulanda, sterkt atvinnu- og þjónustusvæði fyrir allt Norður- og Austurland. Það er mikilvægt að í boði séu fjölbreytt og spennandi störf sem laða að íbúa og að landshlutinn sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu. Með ítarlegri aðgerðaráætlun í öllum helstu málaflokkum samhliða auknum fjárveitingum verður nýsamþykkt borgarstefna trúverðug og mikils virði til framtíðar. Við horfum ótrauð og full sjálfstrausts fram á veginn því Akureyri hefur alla möguleika til þess að vaxa og eflast enn frekar. Ég hvet alþingismenn, þvert á flokka, til að vinna með ráðum og dáð að framgangi borgarstefnunnar. Hér hefur verið stigið stórt skref sem ég er fullviss um að verður okkur öllum til góðs. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun