Skoðun

Eru ál­verin á Ís­landi út­lensk?

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Í umræðum um álframleiðslu á Íslandi undanfarna daga hafa komið fram ýmsar rangfærslur sem ég vil leyfa mér að leiðrétta.

Álverin á Íslandi eru öll íslensk og hafa íslenska kennitölu. Hins vegar eru hluthafar þeirra erlendir eins og á við um mörg fyrirtæki á Íslandi. Flest stærri fyrirtæki landsins eru að hluta eða öllu leyti í eigu erlendra fjárfesta, hvort sem þau eiga sér íslenskan uppruna eða ekki. Má þar nefna stærstu hótelkeðjurnar á Íslandi, fyrirtæki í ferðaþjónustu, lyfja-, líftækni- og lækningafyrirtæki sem og fjölmörg önnur fyrirtæki sem eru Íslendingum góðkunn og sem þeim þykir vænt um.

Álverin eins og önnur íslensk fyrirtæki starfa samkvæmt öllum reglum sem gilda um fyrirtæki á íslenskri grundu og greiða skatta og standa við sínar skyldur eins og íslenskum fyrirtækjum ber að gera.

Það væri tómlegt að líta yfir sviðið ef við ættum að vísa öllum fyrirtækjum úr landi, hvers hluthafar eru erlendir. Svona er bara heimurinn í dag, við drögum að okkur fjárfesta hvaðanæva úr heiminum sem þannig standa við bakið á íslensku atvinnulífi. Hver svo sem uppruni þessara fyrirtækja er, skila þau sínu til samfélagsins og mynda í sameiningu það virði sem íslenskt samfélag byggir á.

Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. 




Skoðun

Sjá meira


×