Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 10:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og húsnæði skrifstofu borgarstjóra Moskvu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39
Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39