„Hryllingur að þetta sé að gerast 2022“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2022 18:31 Flóttinn reynist mörgum erfiður og óvissan um hvað taki við er mikil. Páll Stefánsson Mikið mæðir á sjálfboðaliðum við landamæri Póllands og Úkraínu sem taka á hverjum degi á móti þúsundum flóttafólks. Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20