Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 11:56 Alda Lárusdóttir fékk þær fréttir á laugardagsmorgun að sonur hennar hefði verið stunginn ítrekað í miðbæ Reykjavíkur um nóttina. Aðsend mynd Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira