Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. mars 2022 20:30 Bohdana Vasyliuk og Árni, sem búa á Selfossi. Þau finna fyrir miklum hlýhug í bæjarfélaginu vegna ástandsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira