Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. mars 2022 20:30 Bohdana Vasyliuk og Árni, sem búa á Selfossi. Þau finna fyrir miklum hlýhug í bæjarfélaginu vegna ástandsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira