Landsvirkjun fyrir almannahag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:31 Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landsvirkjun Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun