Fjögurra daga vinnuvika: Tilraunaverkefni nær til Íslands Guðmundur D. Haraldsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun