Nýir tímar á skrifstofunni Tómas H. Ragnarz skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun