Ekroth skrifaði undir samning til eins árs við Víkinga, með möguleika á eins árs framlengingu.
Ekroth, sem er þítugur, hefur verið fyrirliði og fastamaður í vörn Degerfors í Svíþjóð síðustu ár og átti sinn þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, eftir að hafa komist með liðinu upp í deildina árið 2020.
Áður höfðu meistararnir tryggt sér krafta Kyle McLagan frá Fram, sem einnig er miðvörður, eftir að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lögðu báðir skóna á hilluna síðasta haust.
Víkingar hefja titilvörn sína í Bestu deildinni með heimaleik við FH 18. apríl.
Þeir unnu Valsmenn 3-1 í Lengjubikarnum í gærkvöld, þar sem Kyle skoraði eitt mark og Erlingur Agnarsson tvö, og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í 1. riðli A-deildarinnar.