Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 14:10 Aron Arngrímsson hefur verið með annan fótinn í Úkraínu undanfarin ár enda fyrirtæki hans starfrækt þaðan. Hann hefur nú flutt allar eignir fyrirtækisins úr landi. Facebook Aron Arngrímsson, íslenskur kafari og atvinnurekandi sem hefur stundað rekstur í Úkraínu undanfarin ár, vann sleitulaust að því undanfarna viku að færa allar eignir fyrirtækis síns úr landi og í bandarískan banka. Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45