Stríð eru óskynsamleg Alexandra Breim skrifar 24. febrúar 2022 13:32 Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Fíkn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun