Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar 30. október 2025 07:31 Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Úkraína Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun