Texas í hart gegn foreldrum transbarna Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:57 Greg Abbott talar hér til stuðningsmanna sinna á framboðsfundi fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórakosningar fara fram í Texas í nóvember. Vísir/AP Ríkisstjóri Texas hefur fyrirskipað starfsmönnum ríkisins að rannsaka mál sem tengjast réttindum og kynleiðréttingaferli transbarna. Texas gæti fetað í fótspor ríkja sem bannað hafa kynleiðréttingar barna. Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum. Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum.
Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira