Tuttugasta brúðkaupið í dag klukkan 22:00 þann 22.02 2022 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 22:02 Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur Grafarvogskirkju hafði í nógu að snúast í dag við að gefa saman pör, Vísir/Arnar Þrátt fyrir leiðindaveður nýttu sér margir daginn til að láta gefa sig saman. Í Grafarvogskirkju var haldið hálfgert brúðkaupsmaraþon sem hófst á hádegi og stendur þar til í kvöld. Prestur segir dagsetninguna einstaka. Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum. Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum.
Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira