Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2022 21:48 Forseti Rússlands hefur ákveðið að senda herlið inn í Úkraínu. Vísir/EPA Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira