Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ekki pappírstígur heldur al­vöru björn

Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð.

Erlent
Fréttamynd

Gagn­rýndi allt og alla í langri og slit­róttri ræðu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“.

Erlent
Fréttamynd

Vélfag stefnir ríkinu

Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump og Selenskí funda á ný

Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Eistar óska eftir sam­ráði NATO eftir að Rússar rufu loft­helgi þeirra

Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins

Erlent
Fréttamynd

Rúss­neskum herþotum flogið inn í loft­helgi Eist­lands

Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pútín hafa valdið sér „miklum von­brigðum“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið.

Erlent
Fréttamynd

Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flug­vélar

Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU).

Erlent
Fréttamynd

Milljarðar evra streyma enn til Pútíns

Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Ná­lægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása

Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

NATO og Rúss­land „aug­ljós­lega“ í stríði

Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti  að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti.

Erlent
Fréttamynd

Stór­auka út­gjöld til varnar­mála

Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rúss­landi

Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Kalla rúss­neska sendi­herrann á teppið

Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­nesk flygildi rufu loft­helgi NATO

Rússnesk fylgildi rufu lofthelgi Rúmeníu í dag. Þau fóru að sögn úkraínskra stjórnvalda um það bil tíu kílómetra inn fyrir landamæri Rúmeníu og voru þar í um fimmtíu mínútur.

Erlent
Fréttamynd

Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 

Erlent