Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Mæðginin Emilia og Christofer. Vísir/Sigurjón Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia. Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia.
Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira